top of page

Dyflinnarreglugerðin

 

Dyflinnarsamstarfið er einn liður í Schengen-samkomulaginu sem snýr að málsmeðferð í málefnum hælisleitenda. Með því er komið í veg fyrir að ríkisborgari utan Evrópu ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í mörgum ríkjum.   

     Í Dyflinnarreglugerðinni er að finna viðmiðanir og fyrirkomulag til að „ákvarða hvaða ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins”1. Þá er stjórnvöldum heimilt að senda viðkomandi hælisleitanda aftur til þess ríkis sem hann kom fyrst til. Í nýjustu Dyflinnarreglugerðinni er þó sagt að ekki megi senda hælisleitanda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og bann hefur verið lagt við flutningum hælisleitenda til Grikklands næstkomandi tvö ár. Hælisleitandi getur áfrýjað öllum ákvörðunum um flutning til Héraðsdóms og Hæstaréttar og á meðan beðið er eftir niðurstöðu í slíkum málum hefur hann rétt á að vera áfram í því ríki sem hann er staddur.

     Frá því að Ísland gekk í Schengen-samkomulagið og þátttaka Íslands í Dyflinnarsamstarfinu hófst árið 2001 hafa íslensk stjórnvöld vísað stærstum hluta hælisumsækjenda til baka til annarra ríkja í stað þess að skoða mál þeirra og veita þeim hæli hér á landi.

 

1. Dyflinnarsamstarfið - Evrópuvefur - 21.11 2013 (Sótt 28. maí 2015 frá http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=66281)

 

bottom of page