top of page

Kvótaflóttafólk og hælisleitendur

 

Kvótaflóttafólk kallast þeir sem valdir eru af sérstakri nefnd og teknir úr flóttamannabúðum. Fái þeir stöðu flóttamanns í einhverju landi koma þeir þangað í boði viðkomandi stjórnvalda og fá þar húsnæði, dagpeninga og annað sem til þarf. Á hinn bóginn eru hælisleitendur ekki komnir með stöðu flóttamanns áður en þeir koma til landsins og þurfa því að sækja um hæli. Eftir það hefst vinna hjá Útlendingastofnun við að athuga hvort veita eigi einstaklingnum stöðu flóttamanns eða ekki. Sú málsmeðferð getur tekið mánuði eða jafnvel ár (samkvæmt nýjum reglum má hún aðeins taka 90 daga), og á meðan er einstaklingurinn skilgreindur sem hælisleitandi.

     Hér er rétt að benda á að samkvæmt Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eiga þeir sem ekki njóta verndar gegn ofsóknum í eigin heimalandi að geta leitað verndar hjá öðrum þjóðum.

 

bottom of page