top of page

Schengen-samkomulagið

 

Schengen-samstarfið var upphaflega samstarf milli Belgíu, Frakklands, Hollands, Lúxemborgar og Þýskalands um að fella niður eftirlit á sameiginlegum landamærum þeirra. Samkomulagið var sett fram árið 1985 og undirritað í bænum Schengen í Lúxemborg. Frá þeim tíma hafa 26 aðildarríki Evrópusambandsins gerst aðilar að samkomulaginu, en það felur nú í sér „frjálsa för fólks yfir landamæri, afnám eftirlits með innri landamærum og meira eftirlit með sameiginlegum ytri landamærum”2. Ísland undirritaði samninginn árið 1999 og gekk hann í gildi 25. mars 2001 hvað Ísland varðar.

 

2. Dyflinnarsamstarfið - Evrópuvefur - 21.11 2013 (Sótt 28. maí 2015 frá http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=66281)

 

bottom of page