top of page

Jón Bjarki Magnússon

Jón Bjarki Magnússon er blaðamaður sem mikið hefur fjallað um mál hælisleitenda á undanförnum árum. Hann vinnur nú hjá Stundinni eftir að hafa sagt upp hjá DV nú í upphafi árs. Almenn fjölmiðlaumfjöllun hefur haft mikil áhrif á gang mála hjá hælisleitendum enda hefur það sýnt sig að með aðhaldi fjölmiðla og þrýstingi vel upplýsts almennings hefur jafnvel tekist að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda. Sem dæmi má nefna mál Paul Ramses sem Jón Bjarki fjallaði um árið 2008 (sjá viðtal). Það var eitt af fyrstu hælisleitendamálunum sem vakti verulega athygli hér á landi og og sú umfjöllun beindi kastljósinu að aðstæðum hælisleitenda almennt. Stjórnvöld neyddust til að taka mál Ramses upp aftur vegna stöðugra mótmæla við ráðuneytið og fjölmiðlaumfjöllunar sem leiddi loks til þess að hann fékk hæli hér á landi.

 

bottom of page