top of page

Fit-hostel

 

Fit-hostel í Keflavík er í raun tvær aðskildar byggingar, í annarri þeirra er starfrækt venjulegt gistiheimili en hin er leigð út til Reykjanesbæjar og þar er rekið heimili fyrir hælisleitendur. Frá árinu 2003 hafa þar aðallega verið karlmenn sem búa einir, fjarri fjölskyldum sínum og vinum, en flestir þeirra hafa orðið að flýja heimland sitt vegna ofsókna, stríðs eða annarra hörmunga.

     Um þessar mundir (28. maí) dvelja tíu karlmenn á heimilinu en þegar þeir yfirgefa það verður starfrækslu þess hætt. Þar með leggst þessi þjónusta fyrir hælisleitendur niður og þeir þurfa að leita annað.  

 

 

bottom of page