top of page

 

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum innanríkisráðuneytisins. Helsta verkefni hennar er að annast afgreiðslu hælisumsókna og skera úr um það hvort hafna skuli eða veita umsækjendum dvalarleyfi.  Hjá stofnuninni vinna um þrjátíu manns og fimm við að afgreiða hælisumsóknir, en vegna manneklu gengur starfið hægt. Fyrr á þessu ári fékk Útlendingastofnun til liðs við sig fjóra nýja einstaklinga tímabundið sem gátu unnið úr eldri umsóknum sem safnast höfðu upp, en settu um leið það viðmið að allar nýjar hælisumsóknir skyldi afgreiða innan 90 daga.

     Útlendingastofnun var stofnuð á fyrri hluta 20. aldar þegar Hermann Jónsson forsætisráðherra skipaði Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóra. Lögreglan sá þá um Útlendingaeftirlitið sem frá 2002 hefur verið kallað Útlendingastofnun.

     Stofnunin hefur margoft verið gagnrýnd fyrir ómannúðlega þjónustu og hörku í samskiptum og litið hefur verið á hana sem eftirlitsstofnun frekar en hjálparstofnun. Rauði krossinn vinnur frekar með hælisleitendum, hjálpar þeim á hlutlausan hátt en hefur engin áhrif á ákvarðanir Útlendingastofnunar.

 

 

bottom of page