top of page
Toshiki Toma - prestur innflytjenda á Íslandi
Toshiki Toma er prestur innflytjenda á Íslandi og vinnur fyrir þjóðkirkjuna. Hann er japanskur en hefur búið á Íslandi síðastliðin 23 ár. Velferð innflytjenda og ekki síst hælisleitenda er honum mjög hugleikin, hann á við þá viðtöl, hjálpar þeim og veitir þeim andlegan stuðning. Jafnframt hefur hann oft beitt sér í þágu þeirra á opinberum vettvangi og skrifað ótal blaðagreinar til að vekja athygli á málefnum þeirra og aðstæðum.

bottom of page